Skilmálar
Skilmálar:
1. Verð fyrir aðgang að áhorfi á sjónvarpsþættina Bridge fyrir alla á bridgetv.is, sem framleiddir voru 2023, er 1.990 ISK.
Aðgangurinn gildir í tólf mánuði eftir að greiðsla hefur verið staðfest.
Ekki verður millifært sjálfkrafa af greiðslukorti viðskiptavina að þessum tólf mánuðum liðnum.
Vilji viðskiptavinur halda áfram að horfa á sjónvarpsþætti á bridgetv.is þarf hann einfaldlega að kaupa aðgang að nýju.
2. Vegna eðli þeirrar vöru sem í boði er gegn greiðslu á bridgetv.is er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að fá aðgang endurgreiddann.
Eftir að viðskiptavinur hefur gengið frá kaupum á aðgangi að sjónvarpsefni á bridgetv.is er það undir viðkiptavininum komið hvort hann vilji eða geti horft á sjónvarpsefni á bridgetv.is.
3. Framleiðendurnir Pétur Fjeldsted Einarsson og Björn Þorláksson eða aðrir, sem sjónvarpsþáttunum tengjast, eru ekki ábyrgir með nokkrum hætti vegna tæknilegra örðugleika sem upp kunna að koma varðandi spilun sjónvarpsþáttanna á bridgetv.is, hvorki hvað nettengingu eða mynd- og hljóðgæði varðar. Vandað var til verka þegar vistunaraðilar voru valdir, sem sjá um hýsingu léns, vefsíðu og sjónvarpsefnis.
4. Rísi ágreiningur um það efni sem í boði er á bridgetv.is er varnarþingið í Reykjavík. Lög Íslands eiga við í því tilviki um allt efni sem í boði er á bridgetv.is og varðandi skilmála þessa.
5. Aðgengi að sjónvarpsþáttum á bridgetv.is er hannað til þess að viðskiptavinir geti með einföldum hætti nálgast sjónvarpsþætti á bridgetv.is.
Í fyrsta skrefi skráir viðskiptavinur sig sem notanda.
Í öðru skrefi staðfestir viðskiptavinur greiðslumáta.
Í þriðja skrefi samþykkir viðskiptavinur skilmála bridgetv.is.
Í fjórða skrefi fær viðskiptavinur staðfestingarkóða, sem veitir aðgang að sjónvarpsefni á bridgetv.is.
Það getur tekið greiðslukortafyrirtækin mislangan tíma að staðfesta greiðslu en það ætti að gerast innan dagsins.
Pétur Fjeldsted Einarsson, Björn Þorláksson eða aðrir, sem tengjast bridgetv.is, eru ekki ábyrgir með nokkrum hætti vegna tafa, sem kunna að verða á staðfestingu greiðslukortafyrirtækjanna á greiðslumáta viðskiptavina bridgetv.is.
6. Skilmálum þessum er ætlað að vera einfaldir og skýrir. Eftir að viðskiptavinur hefur skráð sig og staðfest greiðslumáta verða þær upplýsingar vistaðar í tengslum við áframhaldandi aðgengi hans að bridgetv.is, á meðan á tólf mánaða tímabilinu stendur. Viðskiptavinur getur hins vegar ákveðið að eyða þessum upplýsingum um sig á bridgetv.is hvenær sem er, sem tengjast skráningu hans á bridgetv.is. Tilgangur bridgetv.is er fyrst og fremst að bjóða viðskiptavinum upp á aðgengi að sjónvarpsþáttum á bridgetv.is, sem byggir á þeim upplýsingum sem viðskiptavinir gefa upp til þess að fá aðgang að því sjónvarpsefni. Skilmálar þessir, t.d. hvað uppfærslur eða þjónustu varðar, geta breyst án fyrirvara.
7. Þegar viðskiptavinur hefur gengið frá skráningu og greiðslumáta fær hann aðgengi að sjónvarpsefni á bridgetv.is.
Viðskiptavinur getur á hvaða tímapunkti sem er eytt aðgangi sínum á bridgetv.is
Viðskiptavinur getur hvenær sem er sent tölvupóst á bridge@bridgetv.is varðandi kvartanir, spurningar eða ábendingar varðandi þjónustu bridgetv.is.
Viðskiptavini er óheimilt að afrita, streyma eða dreifa sjónvarpsefni af bridgetv.is sem eingöngu er ætlað greiðandi viðskiptavinum bridgetv.is.
Viðskiptavini er óheimilt að útvega öðrum aðgang að sjónvarpsþáttum á bridgetv.is.
Fyrir 1.990 kr. getur þú horft á 5 þætti af seríunni Bridge fyrir alla hér á bridgetv.is, sem framleidd var árið 2023.