Valgarð Már Jakobsson
Valgarð Már Jakobsson, skólameistari Framhaldsskólans í Mosfellsbæ, segir frá valáfanga í bridge í menntaskólum, sem metinn er til eininga. Valgarð lýsir aðdraganda þess að nemendum býðst nú að læra bridge á menntaskólastigi á Íslandi. Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ hefur unnið að undirbúningi námsins með Bridgesambandi Íslands og verið í fararbroddi hvað gæðastjórnun og úttekt námsins varðar.