Emma Kolesnik
Emma Kolesnik er bandarísk og kom til Íslands til þess að taka þátt í Reykjavík Bridge Festival. Foreldrar hennar kenndu henni bridge þegar hún var átta ára gömul og hefur hún unnið til fjölda verðlauna í heimalandinu í bridge. Emma er með gráðu í stærðfræði og rússnesku en leggur áherslu á bridge til framtíðar.